“Gervigreind hjálpar okkur að takast á við flókin verkefni, svo við getum einbeitt okkur að því sem skiptir máli.“
-Mark Zuckerberg
Verkfærið
SSkrifstofan.net er einstakt verkfæri sem er sérsniðið að þörfum fyrirtækja til að nýta sér gervigreind í sínum rekstri.
Með tilkomu gervigreindarinnar er hægt að spara tíma og einfalda mikið af því vinnuflæði sem á sér stað í fyrirtækjarekstri. Hlutir eins og tölvupóstsamskipti, ýmis konar kynningarmál og skrif ásamt gagnagreiningu eru tilvaldir til að nota gervigreindartæknina til að fá aðstoð við.
Skrifstofan.net byggir á nýjustu útgáfum ChatGPT frá OpenAI sem er stærsta tungumálamódel heims og Claude frá Anthropic. Það tryggir það að útkoman verður alltaf eins og best er á kosið þegar unnið er með gervigreindina.
Helstu atriði
Gervigreindarlausnin okkar er full af verkfærum og aðstoðarmönnum sem eru sérsniðin til að einfalda vinnuna og spara tíma. Nýttu tæknina til að auðvelda þér starfið.
Tölvupósturinn
Gervigreindin getur samið fyrir þig pósta og skrifað svör við innsendum póstum
Myndasmiður
Vantar þig mynd? Þá getur þú látið lausnina búa til fyrir þig eiginlega hvað sem er
Fréttir
Þarftu að skrifa frétt á heimasíðu eða á samfélagsmiðla. Við erum með verkfæri sem aðstoðar þig við það
Vörur
Þarftu að gera vörulýsingu eða vörukynningu. Þá getur þú notað okkar lausnir til þess að hjálpa þér
Þýðingar
Viltu geta þýtt texta á einfaldan hátt með öruggum hætti þannig að inntakið haldi sér? Þá getur þú notað þýðandann okkar
Spjallmenni
Við erum með mörg spjallmenni sem hægt er að ræða við, fá ráð og hugmyndir sem nýtast í starfinu